1. desember 2015 OR skipt upp í þrjú félög Orkuveitu Reykjavíkur hefur verið skipt upp. Dótturfélögin þrjú – Veitur, Orka náttúrunnar og Gagnaveita Reykjavíkur – þjóna nú viðskiptavinum hvert undir sínu merki. OR styður við dótturfélögin og leggur fyrirtækið áfram áherslu á fyrsta flokks þjónustu í sátt við samfélag og umhverfi.