OR dregur enn úr losun við orkuvinnslu

Orkuveita Reykjavíkur og dótturfélög ætla draga úr útblæstri jarðhitalofts við orkuvinnslu ON á háhitasvæðum, styðja við vistvæna samgöngumáta starfsmanna og endurheimta votlendi með því að grafa ofan í skurði á landareignum OR.

Þetta kemur fram í loftlagsmarkmiðum OR samstæðunnar þar sem fyrirtækið skuldbindur sig til að minnka kolefnisspor samstæðunnar um helming til ársins 2030.

Einnig á að auka endurvinnsluhlutfall útgangs og draga úr matarsóun.

Nánar er fjallað um markmiðin á heimasíðu OR.

 

OR Logo 502x170