18. desember 2024 Opnað fyrir umsóknir í Vísinda- og frumkvöðlasjóð Orkuveitunnar Opnað hefur verið fyrir umsóknir í VOR – Vísinda- og frumkvöðlasjóð Orkuveitunnar fyrir árið 2024. Sjóðurinn leggur að þessu sinni áherslu á að styrkja verkefni sem stuðla að sjálfbærri framtíð sem er aðal stefnumarkmið Orkuveitunnar. Sérstaklega er stefnt að því að styrkja verkefni sem styðja aukna orkuframleiðslu, ábyrga auðlindanýtingu, öflug veitukerfi, kolefnishlutleysi og virðisaukandi lausnir. Í boði er að sækja um styrki fyrir lokaverkefni í tæknifræði-, meistara- og doktorsnámi en einnig fyrir frumkvöðla-, nýsköpunar- og rannsóknarverkefni einstaklinga eða fyrirtækja🧬🧪 Hægt er að sækja um hér til og með 21. janúar 2025. Fyrir nánari upplýsingar hafið samband við vor@or.is.