Opnað fyrir tilnefningar til Umhverfisverðlauna

Samtök atvinnulífsins og aðildarsamtök hafa opnað fyrir tilnefningar til Umhverfisverðlauna atvinnulífsins 2025. Hvetja samtökin aðildarfyrirtæki til að senda inn tilnefningar eigi síðar en 22. september 2025.

Verðlaunin verða veitt við hátíðlega athöfn á Umhverfisdegi atvinnulífsins í nóvember , sem haldinn verður á Hilton Reykjavík Nordica.

Tveir verðlaunaflokkar

Veitt verða tvenn verðlaun:

  • Umhverfisfyrirtæki ársins
  • Framtak ársins

Tilnefna þarf fyrirtæki sérstaklega undir hvorn flokk en einnig er heimilt að tilnefna sama fyrirtækið í báða flokka.

Skilyrði og rökstuðningur

Dómnefnd velur úr innsendum tilnefningum en til að þær teljist gildar þurfa fyrirtæki að uppfylla sett viðmið og ítarlegur rökstuðningur að fylgja með. Aðeins skráð aðildarfyrirtæki Samtaka atvinnulífsins og aðildarsamtaka þeirra geta hlotið tilnefningu.

Sameiginlegt framtak atvinnulífsins

Að Umhverfisdegi atvinnulífsins standa:

  • Samtök atvinnulífsins
  • Samtök iðnaðarins
  • Samorka
  • Samtök ferðaþjónustunnar
  • Samtök fyrirtækja í fjármálaþjónustu
  • Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi
  • Samtök verslunar og þjónustu

Hér má tilnefna fyrirtæki: Umhverfisverðlaun atvinnulífsins 2025 – Tilnefningar