Opnað fyrir sölu bása á Samorkuþingi 2025

Samorkuþing verður haldið í Hofi á Akureyri dagana 22. – 23. maí 2025. Fyrirtækjum gefst kostur á að taka þátt í vöru- og þjónustusýningu þingsins á þar til gerðu sýningarsvæði.

Samorkuþing er fagráðstefna sem haldin er á þriggja ára fresti á Akureyri. Það er stærsta ráðstefna Samorku og eru gestir frá öllum aðildarfyrirtækjum Samork í raforku-, flutnings- og vatnsmiðlastarfsemi. Árin á milli eru haldin fagþing, sem eru helguð raforkustarfsemi annars vegar og hita-, vatns- og fráveitum hins vegar.

Gestir Samorkuþings eru að stærstum hluta starfsfólk aðildarfyrirtækja Samorku. Þar eru forstjórar fyrirtækja í raforkumálum, framkvæmdastjórar, millistjórnendur, innkaupastjórar og almennt starfsfólk. Eins má gera ráð fyrir erlendum gestum, gestum úr stjórnsýslu og fleira.

Aðsókn á þing hjá Samorku hafa farið vaxandi ár frá ári enda hafa þau fest sig í sessi sem hápunktur fræðslu- og þekkingarmiðlunar fyrir aðildarfyrirtæki Samorku. Við gerum ráð fyrir á sjötta hundrað gestum á þingið á næsta ári. Bás á vöru- og þjónustusýningu er því mjög sýnilegur þessum tiltekna markhópi og gott tækifæri til að kynna fyrirtækið.

Tölvupóstur hefur þegar verið sendur út á þau fyrirtæki sem hafa tekið þátt í vöru- og þjónustusýningum með okkur síðustu ár, en viljir þú fá frekari upplýsingar er best að senda póst á lovisa@samorka.is.