15. desember 2023 Opnað fyrir pantanir á básum á Fagþingi 2024 Fagþing raforku verður haldið á Hótel Örk í Hveragerði dagana 23. – 24. maí. Fyrirtækjum gefst kostur á að taka þátt í vöru- og þjónustusýningu þingsins á þar til gerðum sýningarsvæðum. Á fagþinginu kemur starfsfólk aðildarfyrirtækja Samorku saman og má gera ráð fyrir að þar verði forstjórar fyrirtækja í raforkumálum, framkvæmdastjórar, millistjórnendur, starfsfólk í framkvæmdum, innkaupastjórar og almennt starfsfólk. Aðsókn á fagþing Samorku farið vaxandi ár frá ári enda hafa þau fest sig í sessi sem hápunktur fræðslu- og þekkingarmiðlunar fyrir aðildarfyrirtæki Samorku. Við gerum ráð fyrir á þriðja hundrað gestum á þingið. Bás á vöru- og þjónustusýningu er því gott tækifæri til að kynna sig. Þá stendur þeim fyrirtækjum sem eru með bás til boða að vera með stuttan fyrirlestur eða kynningu í þar til gerðri málstofu. Þetta hefur gefist vel og verið vel sótt. Allar nánari upplýsingar um sýninguna gefur Lovísa Árnadóttir, upplýsingafulltrúi Samorku. Best er að senda fyrirspurnir á lovisa@samorka.is.