Opinn ársfundur Landsvirkjunar 5. maí

Landsvirkjun heldur opinn ársfund á 50. afmælisári sínu þriðjudaginn 5. maí í Hörpu. Ársskýrsla fyrirtækisins fyrir árið 2014 er komin á netið, en þar má nálgast ýmsar upplýsingar á mjög aðgengilegan hátt. m.a. í myndböndum og skýringarmyndum, t.d. umfjöllun um ferli rammaáætlunar og um sæstrengsverkefnið. Fram kemur m.a. að eftirspurn eftir raforku á Íslandi fer vaxandi og framtíðarspár benda til að á næstu árum muni hún aukast enn frekar. Sjá nánar á vef Landsvirkjunar.