20. október 2025 Nýr forgangslisti Íslands í ESB-hagsmunagæslu Ríkisstjórnin samþykkti 17. október s.l. nýjan forgangslista vegna hagsmunagæslu Íslands gagnvart Evrópusambandinu (ESB) að undangengnu samráði við utanríkismálanefnd Alþingis og opnu samráði við hagaðila í samráðsgátt stjórnvalda, þar á meðal Samorku. Margvísleg hagsmunamál á sviði orku- og veitustarfsemi er að finna í listanum. Útgáfa forgangslistans var mikið framfaraskref og hefur síðan reynst lykilverkfæri við skipulagningu hagsmunagæslunnar að því fram kemur í fréttatilkynningu á vef Stjórnarráðsins. Aðferðafræðin við vinnslu listans miðar að því að greina málefni á vettvangi ESB með heildstæðum hætti og draga þannig fram á skipulegan hátt þau mál þar sem talið er að Ísland kunni að hafa sérstaka hagsmuni. Meðal hagsmunamála á forgangslistanum sem skipta máli fyrir íslenska orku- og veitugeiranum má nefna aðgerðaáætlun ESB um jarðvarma, reglugerðir um rafeldsneyti, orkugerðir ESB, stefnuáætlun ESB um viðnámsþol vatns og tilskipun ESB um hreinsun skólps frá þéttbýli. Sjá fréttatilkynningu íslenskra stjórnvalda þar sem finna má hlekk á forgangslistann í heild sinni.