Ný barnabók um endurnýjanlega orku

Barnabókin Okkar dulda orka kom út á dögunum á vegum Baseload Power Iceland í samvinnu við Samorku.

Í bókinni kynnumst við söguhetjunum Glóð, Blæ, Sunnu, Sæ og Bergi sem kenna okkur hvernig nýting á endurnýjanlegri orku getur komið jörðinni í betra jafnvægi. Bókin er ætluð sem vitundarvakning á heimsvísu um mikilvægi jarðvarmans sem endurnýjanlegs orkugjafa.

Bókin veitir einstakt tækifæri til að ræða við börn á skemmtilegan og upplýsandi hátt um mikilvægi orkunnar í daglegu lífi, sem og um hvaðan endurnýjanleg orka kemur.

Það var Samorku sönn ánægja að styrkja útgáfu bókarinnar, enda mikilvægt að auka vitund um þær endurnýjanlegu auðlindir sem við búum að og nýtum hér á landi í þágu samfélagsins.

Bókin fæst í völdum bókabúðum Pennans Eymundssonar og Forlagsins.

Haldið var útgáfuhóf í Elliðaárstöð fimmtudaginn 13. febrúar og fangaði ljósmyndarinn Karitas Guðjónsdóttir stemninguna.