Norðurorka tekur yfir fráveitu Akureyrarbæjar

Norðurorka hf. hefur tekið yfir rekstur á fráveitu Akureyrarbæjar. Sameining veitna á Akureyri hefur gerst í nokkrum áföngum. Árið 1993 voru Vatnsveita Akureyrar og Hitaveita Akureyrar sameinaðar og árið 2000 bættist Rafveita Akureyrar við og til varð sameinað veitufyrirtæki Akureyringa, Norðurorka. Síðan þá hafa veitur í nágrannasveitarfélögum sameinast Norðurorku hf. og verulegur árangur náðst með bættri nýtingu allra forða fyrirtækisins og framlegð aukist verulega á tímabilinu. Sjá nánar á vef Norðurorku.