14. ágúst 2017 Kynbundinn launamunur minnkar enn hjá OR Jafnlaunagreining hjá Orkuveitu Reykjavíkur og dótturfélögum leiðir í ljós minnkandi launamun kynja og ber fyrirtækið áfram gullmerki jafnlaunaúttektar PwC vegna ársins 2017. Óútskýrður kynbundinn launamunur mælist nú 1,4%. Dregið hefur markvisst úr kynbundnum launamun innan OR samsteypunnar síðustu árin eins og sjá má í frétt um málið á heimasíðu OR. Árangurinn náðist meðal annars með samstarfi við Pay Analytics, bandarískt fyrirtæki þar sem dr. Margrét V. Bjarnadóttir, aðstoðarprófessor í aðgerðagreiningum við háskóla í Wisconsin er í forsvari. Smíðað var rafrænt greiningartæki sem gerir stjórnendum kleift að kalla fram á svipstundu áhrif hverrar einstakrar launaákvörðunar á kynbundinn launamun hjá fyrirtækinu í heild. Sólrún Kristjánsdóttir flutti ítarlega kynningu á þessari vinnu á þingi Samorku vorið 2017 eins og sjá má á meðfylgjandi upptöku. 3 Brúum launabilið – Sólrún Kristjánsdóttir from Samorka on Vimeo.