12. janúar 2026 Hafdís Helga ráðin upplýsingafulltrúi Samorku Hafdís Helga Helgadóttir hefur verið ráðin upplýsingafulltrúi Samorku. Hafdís kemur til Samorku frá RÚV þar sem hún hefur starfað síðastliðin átta ár við fréttamennsku og fjölbreytta dagskrárgerð, nú síðast sem umsjónarmaður Morgunútvarps Rásar 2. Hafdís Helga hefur þegar hafið störf. Hafdís er með BA-gráðu í leiklist frá Listaháskóla Íslands. „Orku- og veitumálin eru stórkostlega spennandi um þessar mundir og framtíðin kallar á lifandi og ábyrgt samtal um þau. Ég er bæði glöð og spennt að fá tækifæri til að taka þátt í þeirri umræðu sem upplýsingafulltrúi Samorku. Það er mikill heiður að starfa með öllu því einstaka fagfólki sem vinnur að sjálfbærri framtíð í orku- og veitumálum landsins,“ segir Hafdís. Samorka býður Hafdísi hjartanlega velkomna.