Frumskógur leyfisveitinga

Að fá leyfi til virkjanaframkvæmda er langt og strangt ferli. Eins og staðan er í dag tekur það að lágmarki um 12 ár en dæmi eru um mun lengri tíma. Að margra mati er hægt að stytta ferlið talsvert og gera það skilvirkara án þess að slá af gæðakröfum. Það sé hreinlega nauðsynlegt nú þegar við hlaupum í kappi við tímann til að standast þær skuldbindingar sem við höfum gengist undir í loftslagsmálum.

Ásbjörn Blöndal, framkvæmdastjóri þróunar- og auðlindasviðs hjá HS Orku og Jóna Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri samfélags og umhverfis hjá Landsvirkjun eru viðmælendur þáttarins. Þau fara yfir þennan frumskóg leyfisveitinga dagsins í dag og ræða hvernig gera mætti betur.