Frímerki í tilefni af 100 ára afmæli hitaveitu á Íslandi

Íslandspóstur hefur gefið út frímerki í tilefni af 100 ára afmæli hitaveitu á Íslandi, en í ár er öld liðin frá því að heitu vatni var veitt úr hver til kyndingar á bænum Syðri-Reykjum í Mosfellssveit. Verðgildi frímerkisins er 75 krónur og hönnuður þess er Pétur Baldvinsson, grafískur hönnuður. Nánar um frímerkið á vefsíðu Íslandspósts.