4. janúar 2021 Fagsviðsstjóri óskast til Samorku Fagsviðsstjóri Hefur þú áhuga á: Orkuskiptum? Umhverfismálum? Traustum innviðum? Snjallvæðingu? Samorka óskar eftir að ráða drífandi einstakling sem býr yfir miklu frumkvæði, skipulögðum vinnubrögðum og getu til að sinna mikilvægum og spennandi verkefnum í heimi orku- og veitumála. Um er að ræða skemmtilegt starf fyrir einstakling sem hefur áhuga á að leiða faglegt starf samtakanna, sinna þekkingarmiðlun og samskiptum við stjórnvöld. Samorka eru samtök orku- og veitufyrirtækja á Íslandi. Aðildarfélög Samorku eru um 50 talsins og með starfsemi um land allt. Hlutverk samtakanna er að starfrækja trúverðugan, fræðandi og jákvæðan vettvang um starfsemi orku- og veitufyrirtækja og styrkja þannig stöðu þeirra og rekstur. Samorka er aðili að Samtökum atvinnulífsins og er staðsett í Húsi atvinnulífsins að Borgartúni 35. Í starfinu felst tækifæri til að vinna náið með ýmsum sérfræðingum aðildarfyrirtækja Samorku auk sérfræðinga annarra samtaka í Húsi atvinnulífsins Helstu verkefni: Móta starfsumhverfi orku- og veitugeirans Umsjón með starfi fag- og málefnahópa sem starfa á vettvangi samtakanna Samstarf við ráðuneyti og opinberar stofnanir Umsjón með ráðstefnum um málefni orku- og veitugeirans Skipulagning námskeiða og fræðslu fyrir aðildarfyrirtæki Faglegur stuðningur við ýmis verkefni innan orku- og veitugeirans Eftirfylgni með nýrri stefnu samtakanna Menntunar- og hæfniskröfur: Háskólamenntun á sviði verkfræði/tæknifræði eða önnur menntun sem nýtist í starfi Þekking á orku- og veitugeiranum er kostur Frumkvæði, sjálfstæð og öguð vinnubrögð Færni í markvissri framsetningu upplýsinga Færni og lipurð í mannlegum samskiptum Góð hæfni til að tjá sig í ræðu og riti, bæði á íslensku og ensku Nánari upplýsingar um starfið veitir Thelma Krístín Kvaran (thelma@intellecta.is) í síma 511-1225 og Páll Erland, framkvæmdastjóri Samorku (pall@samorka.is). Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is og þarf henni að fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf. Umsóknarfrestur er til og með 18. janúar 2021. Farið er með allar umsóknir og fyrirspurnir sem trúnaðarmál. https://intellecta.is/storf/