9. desember 2018 Fagsviðsstjóri óskast FAGSVIÐSSTJÓRI Hefur þú áhuga á: Orkuskiptum? Umhverfismálum? Traustum innviðum? Snjallvæðingu? Samorka óskar eftir að ráða drífandi einstakling sem býr yfir miklu frumkvæði, skipulögðum vinnubrögðum og getu til að sinna mikilvægum og spennandi verkefnum í heimi orku- og veitumála. Um er að ræða skemmtilegt starf fyrir einstakling sem hefur áhuga á að leiða faglegt starf samtakanna, sinna þekkingarmiðlun og samskiptum við stjórnvöld. Samorka eru samtök orku- og veitufyrirtækja á Íslandi. Aðildarfélög Samorku eru um 50 talsins og með starfsemi um land allt. Hlutverk samtakanna er að starfrækja trúverðugan, fræðandi og jákvæðan vettvang um starfsemi orku- og veitufyrirtækja og styrkja þannig stöðu þeirra og rekstur. Samorka er aðili að Samtökum atvinnulífsins og er staðsett í Húsi atvinnulífsins að Borgartúni 35. Í starfinu felst tækifæri til að vinna náið með ýmsum sérfræðingum aðildarfyrirtækja Samorku auk sérfræðinga annarra samtaka í Húsi atvinnulífsins Helstu verkefni: Móta starfsumhverfi orku- og veitugeirans Umsjón með starfi fag- og málefnahópa sem starfa á vettvangi samtakanna Samstarf við ráðuneyti og opinberar stofnanir Umsjón með ráðstefnum um málefni orku- og veitugeirans Skipulagning námskeiða og fræðslu fyrir aðildarfyrirtæki Faglegur stuðningur við ýmis verkefni innan orku- og veitugeirans Eftirfylgni með nýrri stefnu samtakanna Menntunar- og hæfniskröfur: Háskólamenntun á sviði verkfræði/tæknifræði eða önnur menntun sem nýtist í starfi. Þekking á orku- og veitugeiranum er kostur Frumkvæði, sjálfstæð og öguð vinnubrögð Færni í markvissri framsetningu upplýsinga Færni og lipurð í mannlegum samskiptum Góð hæfni til að tjá sig í ræðu og riti, bæði á íslensku og ensku Umsókn óskast útfyllt á heimasíðu Intellecta. Umsókninni skal fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf. Umsóknarfrestur er til og með 9. janúar 2019. Bæði konur og karlmenn eru hvött til að sækja um starfið. Nánari upplýsingar um starfið veita Páll Erland, framkvæmdastjóri Samorku (pall@samorka.is) og Ari Eyberg (ari@intellecta.is). Farið er með allar umsóknir og fyrirspurnir sem trúnaðarmál.