25. apríl 2022 Drög að dagskrá Samorkuþings komin út Heimasíða Samorkuþings 2022 hefur verið opnuð. Þar má sjá drög að dagskrá þingsins, upplýsingar um fyrirlesara og sýnendur, upplýsingar um maka- og gestaferð og fleira. Skráning á Samorkuþing er í fullum gangi, en skráningu lýkur miðvikudaginn 4. maí.