Dagur vatnsins 2015 – Vatn og sjálfbær þróun

Þann 22. mars er Dagur vatnsins haldinn hátíðlegur um allan heim. Dagur vatnsins er árlega tilefni til þess að fagna vatnsauðlindinni, hvetja til góðrar umgengni um hana og sérstaklega hérna á Íslandi, vera þakklát fyrir hversu vel við búum. Þema dagsins í ár er vatn og sjálfbær þróun og vill Samorka að því tilefni koma á framfæri hvatningu til góðrar umgengni um vatnsauðlindina og skynsamlegrar nýtingar á henni. Frekari umfjöllun um Dag vatnsins má finna á heimasíðu samtakanna sem árlega skipuleggja Dag vatnsins: United Nations Water.

Við vekjum einnig athygli á áhugaverðum fróðleik um kalda vatnið hér á heimasíðu Samorku og á heimasíðu Orkuveitu Reykjavikur þar sem verður á næstu dögum sérstaklega beint sjónum að kalda vatninu.