4. maí 2016 Breytingar á umhverfi orkufyrirtækja Netorka býður til ráðstefnu um breytingar á umhverfi orkufyrritækja á Norðurlandi og Íslandi þann 19. maí frá 13-17 í húsi OR, Bæjarhálsi 1. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir á meðan pláss leyfir en skráningar er óskað.
25. apríl 2016 Kostir við nýtingu jarðhita á IGC 2016 Fjallað verður um jarðvarma í fjölbreyttum skilningi á ráðstefnu íslenska jarðvarmaklasans næstu daga í Reykjavík, Iceland Geothermal Conference. Áhersla er lögð á kosti þess að nýta jarðhita og margvíslegum ávinningi af því. Hægt er að kynna sér ráðstefnuna og dagskrá hér.
13. apríl 2016 Opinn ársfundur OR og dótturfélaga 18. apríl Opinn ársfundur Orkuveitu Reykjavíkur og dótturfélaga verður haldinn í Iðnó mánudaginn 18. apríl kl. 14-16. Meðal annars munu forstjóri Orkuveitunnar og framkvæmdastjórar dótturfélaganna fjalla um starfsemi fyrirtækjanna og fráfarandi og verðandi stjórnarformenn ávarpa fundinn, auk borgarstjóra Reykjavíkur. Sjá nánar hér á vef OR.
8. apríl 2016 Allir velkomnir á ársfund Landsvirkjunar Ársfundur Landsvirkjunar verður haldinn á Hilton Reykjavík fimmtudaginn 14. apríl kl. 14-16. Yfirskrift fundarins er Auðlind fylgir ábyrgð og hvatt er til opinnar umræðu um þau tækifæri og áskoranir sem framundan eru. Að auki verður fjárhagur Landsvirkjunar kynntur, sem og framtíðaráætlanir. Nánari dagskrá og skráning er á heimasíðu Landsvirkjunar.
4. apríl 2016 Ársfundur atvinnulífsins 7. apríl í Hörpu Fíllinn í herberginu og leitin að peningastefnunni er yfirskrift ársfundar atvinnulífsins, sem haldinn verður í Hörpu fimmtudaginn 7. apríl. Fjölbreyttur hópur leggur orð í belg um peningamálin og starfsumhverfið, en sérstakur gestur er Jón Daníelsson, prófessor við London School of Economics. Fundurinn er opinn öllum en skráningar er óskað. Sjá nánar um dagskrá og skráningu á heimasíðu Samtaka atvinnulífsins.
23. mars 2016 Nýting og verndun vatns á morgunfundi Íslenska vatnafræðinefndin og Íslenska UNESCO-nefndin bjóða til morgunverðarfundar á Veðurstofu Íslands, Bústaðavegi 7, fimmtudaginn 31. mars. Fjallað verður um vatn af tilefni alþjóðlegum Degi vatnsins sem haldinn var hátíðlegur 22. mars. Dagskrá fundarins: Án vatns er enginn vinnandi vegur Sveinn Agnarsson, Háskóla Íslands Að veita vatni Hólmfríður Sigurðardóttir, Orkuveitu Reykjavíkur Verndun og nýting vatns: Siðferðislegar spurningar Skúli Skúlason, Háskólanum á Hólum Boðið verður upp á morgunverð frá kl. 8 en dagskrá fundarins hefst 8.30. Áætluð fundarlok eru kl. 10. Fundargestir eru beðnir um að senda staðfestingu um þátttöku á netfangið skraning@vedur.is fyrir kl. 12 þann 30. mars.
23. mars 2016 Kynningarfundir um tillögur um flokkun virkjunarkosta Verkefnisstjórn 3. áfanga rammaáætlunar mun ganga frá drögum að tillögum sínum um flokkun virkjunarkosta á miðvikudaginn, 30. mars. Til að auðvelda almenningi og hagsmunaaðilum að kynna sér drögin efnir verkefnisstjórn til kynningarfunda, sem hér segir: 31.3. – Reykjavík, Kaldalón í Hörpu, kl. 14-16 6.4. – Grindavík, Gjáin, kl. 20-22 7.4. – Kirkjubæjarklaustur, fundarstaður ekki ákveðinn, kl. 16:30-18:30 7.4. – Selfoss, Hótel Selfoss, kl. 20:30-22:30 11.4. – Stórutjarnir, Stórutjarnaskóli, kl. 20-22 12.4. – Akureyri, Hamrar í Hofi, kl. 12-14 12.4. – Varmahlíð, Miðgarður, kl. 20-22 13.4. – Nauteyri við Ísafjarðardjúp, Steinshús, kl. 20-22 Á fundunum mun verkefnisstjórn kynna tillögudrögin og sitja fyrir svörum að kynningu lokinni. Boðið verður upp á kaffiveitingar (léttan hádegisverð á fundinum á Akureyri). Fundirnir eru öllum opnir og ekki er þörf á að skrá sig. Á vef um rammaáætlun má finna upplýsingar um allt sem við henni kemur, meðal annars skilgreiningu á rammaáætlun og lög sem um hana gilda.
22. mars 2016 Aðalfundur JHFÍ 12. apríl – Rekstur og viðhald á borholum Aðalfundur Jarðhitafélags Íslands verður haldinn 12. apríl kl. 14 í húsakynnum Samorku að Borgartúni 35 (Húsi atvinnulífsins). Vorfundur félagsins verður haldinn í beinu framhaldi og verður opinn öllum áhugasömum. Dagskrá vorfundarins verður kynnt síðar. Dagskrá aðalfundar má sjá hér.
21. mars 2016 Landsnet býður til vorfundar Landsnet býður til vorfundar á Hilton Reykjavík Nordica þriðjudaginn 5. apríl kl. 9-11. Fundurinn er öllum opinn en óskað er skráningar. Dagskráin er eftirfarandi: Ávarp – Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar – og viðskiptaráðherra. Stöðugra umhverfi og styrkari stoðir – Geir A. Gunnlaugsson, stjórnarformaður Landsnets. Knýjandi þarfir samtímans í takt við þróun til framtíðar – Guðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets. Íslands þúsund ár: Náttúruvernd á tímum loftslagsbreytinga – Guðni Elísson, prófessor. Forsendur tækifæra og sægrænnar uppbyggingar í sjávarútvegi – Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Fyrirspurnir og umræður
9. mars 2016 Fagfundur Samorku 2016 á Ísafirði Undirbúningur fyrir Fagfund Samorku 2016 á Ísafirði er nú í fullum gangi. Nánari upplýsingar eru birtar hér hægra megin á heimasíðunni undir fyrirsögninni: FAGFUNDUR SAMORKU Á ÍSAFIRÐI 2016.