28. september 2016 Norræna vatnsveituráðstefnan í Hörpu Helgi Jóhannesson, stjórnarformaður Samorku, setur Norrænu vatnsveituráðstefnuna í Hörpu Fátt er mikilvægara en aðgengi að heilnæmu og góðu vatni. Til þess þarf góðar vatnsveitur, reglubundnar rannsóknir og framþróun. Norræna vatnsveituráðstefnan, sú tíunda í röðinni, hófst í Hörpu í Reykjavík í dag, miðvikudaginn 28. september. Þar koma saman helstu vísindamenn og sérfræðingar Norðurlandanna í drykkjarvatni. Um 300 manns taka þátt í ráðstefnunni og flutt verða hátt í 100 erindi um helstu viðfangsefni vatnsveitna á Norðurlöndum. Helgi Jóhannesson, stjórnarformaður Samorku og framkvæmdastjóri Norðurorku, setti ráðstefnuna og bauð gesti velkomna. Þá ávarpaði Gunnar Bragi Sveinsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, fundargesti. Hann ræddi mikilvægi drykkjarvatns og hversu mikilvægt hreint vatn er ímynd Íslands. Aðalfyrirlesarar dagsins eru María Jóna Gunnarsdóttir frá Háskóla Íslands og Mia Bondelind hjá Chalmers Tekniske Högskola í Gautaborg í Svíþjóð. María Jóna fjallaði um það sem huga þarf að hjá litlum vatnsveitum á Norðurlöndum (þ.m.t. á Íslandi), sem lúta oft öðrum eftirlitsreglum en þær stærri vegna þess að þær eru oft til einkanota eða þjónusta lítið landsvæði. Hins vegar sjá þær nú í auknum mæli töluvert stærri fjölda fólks fyrir vatni vegna fleiri ferðamanna. Fylgjast þurfi betur með þessu, því flest frávik sem mælast í drykkjarvatni á Norðurlöndum koma frá litlum vatnsveitum. Litlar vatnsveitur þjónusta um þrjár milljónir íbúa á Norðurlöndum. María Jóna Gunnarsdóttir flytur erindi sitt um litlar vatnsveitur á Norðurlöndum. María Jóna telur nauðsynlegt að skylda litlar vatnsveitur til að gangast undir reglubundið eftirlit og taka upp innra eftirlit, til að ganga úr skugga um að vatnið sem þær veita sé heilnæmt. Mia Bondelind fjallaði um traust fólks á vatnsveitum, áhættumat almennings þegar kemur að drykkjarvatni og almennt um viðhorf til drykkjarvatns, þar sem Norðurlandabúar taki hreinu drykkjarvatni almennt sem sjálfsögðum hlut. Mia Bondelind flytur erindi sitt um viðhorf til drykkjarvatns Bondelind sagði mikilvægt að almenningur hafi góðan aðgang að upplýsingum og að vatnsveitur leggi sig fram við að veita þær, bæði þegar allt gengur eðlilega fyrir sig og ef eitthvað fer úrskeiðis. Norræna vatnsveituráðstefnan er haldin annað hvert ár og nú í tíunda sinn. Ráðstefnunni lýkur á föstudag. Nánari upplýsingar um dagskrá og almennar upplýsingar um ráðstefnuna má finna á heimasíðu hennar.
15. september 2016 Nýjungar í starfsmenntun Fundaröðin Menntun og mannauður hefst þriðjudaginn 20. september í Húsi atvinnulífsins. Fjallað verður um nýjungar í starfsmenntun að þessu sinni og hvað er í gangi í málaflokknum þetta haustið. Samtök atvinnulífsins, Samtök ferðaþjónustunnar, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi, Samtök fjármálafyrirtækja, Samtök iðnaðarins, Samorka og Samtök verslunar og þjónustu standa að fundaröðinni sem mun standa til vors 2017. Sjá nánar á vef SA
4. maí 2016 Breytingar á umhverfi orkufyrirtækja Netorka býður til ráðstefnu um breytingar á umhverfi orkufyrritækja á Norðurlandi og Íslandi þann 19. maí frá 13-17 í húsi OR, Bæjarhálsi 1. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir á meðan pláss leyfir en skráningar er óskað.
25. apríl 2016 Kostir við nýtingu jarðhita á IGC 2016 Fjallað verður um jarðvarma í fjölbreyttum skilningi á ráðstefnu íslenska jarðvarmaklasans næstu daga í Reykjavík, Iceland Geothermal Conference. Áhersla er lögð á kosti þess að nýta jarðhita og margvíslegum ávinningi af því. Hægt er að kynna sér ráðstefnuna og dagskrá hér.
13. apríl 2016 Opinn ársfundur OR og dótturfélaga 18. apríl Opinn ársfundur Orkuveitu Reykjavíkur og dótturfélaga verður haldinn í Iðnó mánudaginn 18. apríl kl. 14-16. Meðal annars munu forstjóri Orkuveitunnar og framkvæmdastjórar dótturfélaganna fjalla um starfsemi fyrirtækjanna og fráfarandi og verðandi stjórnarformenn ávarpa fundinn, auk borgarstjóra Reykjavíkur. Sjá nánar hér á vef OR.
8. apríl 2016 Allir velkomnir á ársfund Landsvirkjunar Ársfundur Landsvirkjunar verður haldinn á Hilton Reykjavík fimmtudaginn 14. apríl kl. 14-16. Yfirskrift fundarins er Auðlind fylgir ábyrgð og hvatt er til opinnar umræðu um þau tækifæri og áskoranir sem framundan eru. Að auki verður fjárhagur Landsvirkjunar kynntur, sem og framtíðaráætlanir. Nánari dagskrá og skráning er á heimasíðu Landsvirkjunar.
4. apríl 2016 Ársfundur atvinnulífsins 7. apríl í Hörpu Fíllinn í herberginu og leitin að peningastefnunni er yfirskrift ársfundar atvinnulífsins, sem haldinn verður í Hörpu fimmtudaginn 7. apríl. Fjölbreyttur hópur leggur orð í belg um peningamálin og starfsumhverfið, en sérstakur gestur er Jón Daníelsson, prófessor við London School of Economics. Fundurinn er opinn öllum en skráningar er óskað. Sjá nánar um dagskrá og skráningu á heimasíðu Samtaka atvinnulífsins.
23. mars 2016 Nýting og verndun vatns á morgunfundi Íslenska vatnafræðinefndin og Íslenska UNESCO-nefndin bjóða til morgunverðarfundar á Veðurstofu Íslands, Bústaðavegi 7, fimmtudaginn 31. mars. Fjallað verður um vatn af tilefni alþjóðlegum Degi vatnsins sem haldinn var hátíðlegur 22. mars. Dagskrá fundarins: Án vatns er enginn vinnandi vegur Sveinn Agnarsson, Háskóla Íslands Að veita vatni Hólmfríður Sigurðardóttir, Orkuveitu Reykjavíkur Verndun og nýting vatns: Siðferðislegar spurningar Skúli Skúlason, Háskólanum á Hólum Boðið verður upp á morgunverð frá kl. 8 en dagskrá fundarins hefst 8.30. Áætluð fundarlok eru kl. 10. Fundargestir eru beðnir um að senda staðfestingu um þátttöku á netfangið skraning@vedur.is fyrir kl. 12 þann 30. mars.
23. mars 2016 Kynningarfundir um tillögur um flokkun virkjunarkosta Verkefnisstjórn 3. áfanga rammaáætlunar mun ganga frá drögum að tillögum sínum um flokkun virkjunarkosta á miðvikudaginn, 30. mars. Til að auðvelda almenningi og hagsmunaaðilum að kynna sér drögin efnir verkefnisstjórn til kynningarfunda, sem hér segir: 31.3. – Reykjavík, Kaldalón í Hörpu, kl. 14-16 6.4. – Grindavík, Gjáin, kl. 20-22 7.4. – Kirkjubæjarklaustur, fundarstaður ekki ákveðinn, kl. 16:30-18:30 7.4. – Selfoss, Hótel Selfoss, kl. 20:30-22:30 11.4. – Stórutjarnir, Stórutjarnaskóli, kl. 20-22 12.4. – Akureyri, Hamrar í Hofi, kl. 12-14 12.4. – Varmahlíð, Miðgarður, kl. 20-22 13.4. – Nauteyri við Ísafjarðardjúp, Steinshús, kl. 20-22 Á fundunum mun verkefnisstjórn kynna tillögudrögin og sitja fyrir svörum að kynningu lokinni. Boðið verður upp á kaffiveitingar (léttan hádegisverð á fundinum á Akureyri). Fundirnir eru öllum opnir og ekki er þörf á að skrá sig. Á vef um rammaáætlun má finna upplýsingar um allt sem við henni kemur, meðal annars skilgreiningu á rammaáætlun og lög sem um hana gilda.
22. mars 2016 Aðalfundur JHFÍ 12. apríl – Rekstur og viðhald á borholum Aðalfundur Jarðhitafélags Íslands verður haldinn 12. apríl kl. 14 í húsakynnum Samorku að Borgartúni 35 (Húsi atvinnulífsins). Vorfundur félagsins verður haldinn í beinu framhaldi og verður opinn öllum áhugasömum. Dagskrá vorfundarins verður kynnt síðar. Dagskrá aðalfundar má sjá hér.