3. janúar 2023 Metnaðarfullt fræðslustarf fyrirtækja: Lykill að framsæknu atvinnulífi Menntamorgnar atvinnulífsins fara af stað aftur 5. janúar næstkomandi 09:00 – 10:00 í Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35. Boðið verður upp á morgunkaffi. Menntamorgnar eru samstarfsverkefni SA og aðildarsamtaka. Fundurinn ber yfirskriftina Metnaðarfullt fræðslustarf fyrirtækja – lykill að framsæknu atvinnulífi. Dagskrá Skrautfjöður eða strategískt markmið? Allt um tilnefningar til menntaverðlauna atvinnulífsins – Ásdís Eir Símonardóttir mannauðsstjóri Lucinity og forseti Mannauðs, félags mannauðsfólks á Íslandi Menntasprotinn okkar – kærkomin viðurkenning og hvatning – Knútur Rafn Ármannsson eigandi og framkvæmdastjóri Friðheima Menntaverðlaunin komin í hús – við settum okkur markmið – Gunnar Egill Sigurðsson forstjóri SamkaupaFundarstjóri er Kristín Lúðvíksdóttir, sérfræðingur hjá SFF. Menntamorgunninn er hugsaður sem hvatning fyrir fyrirtæki og upptaktur að Menntadegi atvinnulífsins sem fer fram 14. febrúar nk. Skráning á fundinn og/eða fyrir streymi