7. september 2001 Ný neysluvatnreglugerð hefur tekið gildi Í sumar tók gildi nýja neysluvatnsreglugerðin nr. 536/2001. Reglugerðin er skv. EB tilskipun. Samorka tók þátt í yfirlestri og gerði athugasemdir við hana sem sumar hverja komust í gegn. Hún þýðir auknar sýnatökur fyrir sumar vatnsveitur, sérstaklega hvað varðar heildarúttekt. Allar vatnsveitur landsins sem hafa fleiri en 50 manns eða þjóna 20 heimilum skulu háðar reglubundnu eftirliti og sýnatöku. Fjöldi sýna fer eftir íbúafjölda. Eftirlitið felst í reglubundnu eftirlit með nokkrum atriðum sambærilegt C1 í gömlu reglugerðinni og heildarúttekt. Frá því er hægt að fá undanþágu ef hægt er að sýna fram á óbreytt ástand í þrjú ár. Í reglugerðinni er einnig gerð krafa um upplýsingar til notenda ef neysluvatn mengast. Viðbrögðum er flokkað í A, B og C eftir alvarleika frávika og eru þau tilgreind í töflunum hvernær þau eiga við. Reglugerðina er að finna á vef Hollustuverndar www.hollver.is og einnig í reglugerðarsafni stjórnarráðsins, slóðin er www.reglugerd.is og þar undir leit með orðinu neysluvatn.