Carbfix hlýtur 16 milljarða styrk frá Evrópusambandinu

Carbfix hlýtur styrk sem nemur um 16 milljörðum íslenskra króna úr Nýsköpunarsjóði Evrópusambandsins til uppbyggingar á móttöku- og förgunarmiðstöðinni Coda Terminal, Sódastöðinni, í Straumsvík. Miðstöðin verður sú fyrsta sinnar tegundar í heiminum.  Áætlað er að starfsemi hefjist þar um mitt ár 2026 og nái fullum afköstum árið 2031, og mun þá allt að þremur milljónum tonna af CO2 verða fargað á ári hverju. Það nemur um 65% af heildarlosun Íslands árið 2019.

Stærsti styrkur ESB á Íslandi 
Styrkurinn sem Carbfix hlýtur er sá stærsti sem íslenskt fyrirtæki hefur fengið úr sjóðum ESB. Er hann veittur úr Nýsköpunarsjóði ESB sem er einn stærsti styrktaraðili grænna nýsköpunarverkefna og fellur undir stjórn Loftslags- og umhverfisstofnunar ESB (CINEA). Sjóðurinn hefur skuldbundið sig til að ráðstafa um 38 milljörðum evra á tímabilinu 2020-2030 til að styðja við skölun á lausnum sem draga úr kolefnislosunar í evrópskum iðnaði. Stór brautryðjendaverkefni ásamt smærri verkefnum frá löndum innan Evrópska efnahagssvæðisins geta sótt um stuðning frá sjóðnum.

Áætlað er að styrkupphæðin nemi ríflega þriðjungi af kostnaði verkefnisins. Afgangurinn verður fjármagnaður af fjárfestum með þátttöku í sérstöku verkefnafélagi sem þegar hefur verið stofnað, og er dótturfélag Carbfix. Viðræður við áhugasama fjármögnunarðila eru þegar hafnar og lofa góðu.

Undirbúningur að Coda Terminal verkefninu er í fullum gangi. Markmið verkefnisins er að fanga CO2 úr útblæstri frá iðnaði í Evrópu og flytja með skipum til Straumsvíkur þar sem því verður dælt í geymslutanka við hafnarbakkann. CO2 verður síðan leyst í vatni áður en því verður dælt djúpt í berglög þar sem það binst í steindum á innan við tveimur árum með Carbfix tækninni.

Carbfix tæknin hefur verið sannreynd sem hagkvæm og umhverfisvæn leið til að binda CO2 varanlega og koma þannig í veg fyrir áhrif þess á loftslagið. Aðferðin hermir eftir og flýtir fyrir náttúrulegum ferlum.

Flýtir fyrir náttúrulegum ferlum

Undirbúningur að Coda Terminal verkefninu er í fullum gangi. Markmið verkefnisins er að fanga CO2 úr útblæstri frá iðnaði í Evrópu og flytja með skipum til Straumsvíkur þar sem því verður dælt í geymslutanka við hafnarbakkann. CO2 verður síðan leyst í vatni áður en því verður dælt djúpt í berglög þar sem það binst í steindum á innan við tveimur árum með Carbfix tækninni.

Carbfix tæknin hefur verið sannreynd sem hagkvæm og umhverfisvæn leið til að binda CO2 varanlega og koma þannig í veg fyrir áhrif þess á loftslagið. Aðferðin hermir eftir og flýtir fyrir náttúrulegum ferlum.