Útskrift í jarðlagnatækni

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Útskrift jarðlagnatækna fór fram 28. mars sl.  Athöfnin fór fram í Gvendarbrunnum í boði Orkuveitu Reykjavíkur. Varaformaður Eflingar-stéttarfélags Þórunn Sveinbjörnsdóttir, sem jafnframt er formaður Mímis-símenntunar flutti ávarp og talaði um gildi starfsmenntunar á vinnumarkaði.  Friðrik Sóphusson formaður Samorku flutti erindi um gildi starfsmenntunar fyrir fyrirtækin. Þá gerði Ingibjörg E. Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Mímis-símenntunar grein fyrir framvindu starfsnáms í jarðlagnatækni. Að lokinni afhendingu prófskírteina flutti fulltrúi nemenda ávarp, síðan voru bornar fram veitingar í boði Orkuveitu Reykjavíkur. Það voru helstu nýmæli við námskeiðið, að þetta var í fyrsta skipti sem notast var við fjarfundarbúnað við kennsluna, þannig að nemendur voru á Ísafirði, Sauðárkróki, Akureyri og Egilsstöðum.

Hér má líta nokkrar myndir frá útskriftinni: