Garðar Sigurjónsson rafveitustjóri í Vestmannaeyjum er látinn

Garðar Sigurjónsson, fyrrverandi veitustjóri í Vestmannaeyjum lést 3. júní s.l.
Garðar fæddist í Vestmannaeyjum 22. október 1918.
Garðar tók við starfi rafveitustjóra í Eyjum árið 1946. Þetta var á miklum umbrotatímum hjá rafveitunni, breytingar úr jafnstraum í riðstraum og bygging nýrrar rafstöðvar við Heimatorg stóðu yfir. Garðar var rafveitustjóri í Eyjum á Heimaeyjargosinu 1973. Hann hætti vegna aldurs í byrjun árs 1986.
Eiginkona hans var Ásta Kristinsdóttir, sem lést 29. október s.l. og áttu þau tvö börn.