18. febrúar 2014 Nýtt launaflsvirki tekið í notkun við Grundartanga Landsnet hefur tekið í notkun nýtt launaflsvirki við Grundartanga. Þetta er stærsta einstaka verkefni Landsnets á liðnum árum og nam heildarkostnaður rúmum tveimur milljörðum króna. Launaflsvirkið bætir verulega rekstur raforkuflutningskerfis Landsnets, eykur afhendingaröryggi og gerir Landsneti kleift að flytja meiri orku inn á Grundartangasvæðið. Sjá nánar á vef Landsnets.