Jarðarstund og íslensk orka

Laugardaginn 29. mars er svokölluð Jarðarstund (Earth Hour) skipulögð í þúsundum borga um heim allan. Um er að ræða öflugt framtak skipulagt af umhverfissamtökunum World Wildlife Fund og er tilgangur þess að minna fólk á stöðu loftslagsmála og hlýnun jarðar, m.a. með því að draga úr notkun raflýsingar. Losun gróðurhúsalofttegunda stafar öðru fremur af brennslu jarðefnaeldsneyta og víða um heim er raforka unnin með brennslu þeirra. Hér á landi eru dæmi um aðila sem hyggjast sýna þessu góða framtaki stuðning í verki. Ólíkt flestum öðrum ríkjum búum við Íslendingar hins vegar svo vel að hér er öll raforka (99,9%) framleidd með nýtingu vatnsafls eða jarðhita. Við Íslendingar getum því kveikt okkar ljós án nokkurra áhrifa á andrúmsloft jarðar, en við deilum þessu andrúmlofti með öllu mannkyninu og hljótum því að fagna þessu góða framtaki víða um heim.