Hitaveitur spara landsmönnum 112 milljarða á ári, í erlendum gjaldeyri
Ef borið er saman við olíukyndingu spöruðu landsmenn alls um 2.300 milljarða króna (í erlendum gjaldeyri) á árunum 1914 – 2012, núvirt, með notkun jarðhita til húshitunar. Sparnaður ársins 2012 nam 112 milljörðum króna, yfir 6% af landsframleiðslu. Þetta má lesa í ársskýrslu Orkustofnunar fyrir árið 2013 (sjá bls. 13). Hreinna andrúmsloft er síðan mikilvægur bónus í þessu sambandi.