Vísindaferð VAFRÍ til að fræðast um vatns- og fráveitumálefni á Suðurlandi

Vatns- og Fráveitufélags Íslands (VAFRÍ) heldur vísindaferð til Suðurlands fimmtudaginn 25. september kl 12:30-18.  Markmið ferðarinnar er að fræðast um vatns- og fráveitumálefni á svæðinu.  Heimsótt verða helstu mannvirki og hlýtt á fræðslufyrirlestra frá fulltrúum veitna, fráveitna, verkfræðistofu og stofnanna (Heilbrigðiseftirlit Suðurlands og MAST). 

Dagskrá ferðarinnar má sjá hér.

Allir eru velkomnir! Þátttökugjald er 1000 kr, ókeypis fyrir félagsmenn VAFRÍ.

Áhugasamir geta skráð sig í ferðina á

https://ugla.hi.is/K2/eydublad.php?sid=135&fid=6639