3. apríl 2017 Rekstur Norðurorku í takt við áætlanir Ársvelta Norðurorku samstæðunnar 2016 var 3,4 milljarðar króna. Hagnaður ársins var 409 milljónir króna eftir skatta og eigið fé 8,2 milljarðar króna. Þetta kom fram á aðalfundi félagsins sem haldinn var í menningarhúsinu Hofi föstudaginn 31. mars. Rekstur samstæðunnar var nokkuð í takt við áætlanir þrátt fyrir að kostnaður við borun heitavatnsholu að Botni hafi verið afskrifaður á árinu, alls 154 milljónir króna, þar sem borun varð árangurslaus. Aðalfundur Norðurorku 2017 – forstjóri, stjórnarformaður og fulltrúar hluthafa ásamt ritara aðalfundarins. Í stjórn Norðurorku voru kjörin Edward Hákon Huijbens, Friðbjörg Jóhanna Sigurjónsdóttir, Geir Kristinn Aðalsteinsson, Ingibjörg Ólöf Isaksen og Gunnar Gíslason. Í varastjórn voru kjörin, Eva Hrund Einarsdóttir, Jóhann Jónsson, Óskar Ingi Sigurðsson, Margrét Kristín Helgadóttir og Matthías Rögnvaldsson. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar um reksturinn, ársskýrslu 2016 og verkefnin framundan hjá Norðurorku á heimasíðu fyrirtækisins.