14. apríl 2015 Skráning hafin á Fagfund hita-, vatns- og fráveitna Skráning er hafin á Fagfund Samorku, sem verður haldinn á Hótel Borgarnesi dagana 28. og 29. maí næstkomandi. Að þessu sinni verður fjallað um málefni hita-, vatns- og fráveitna, auk þess sem fjallað verður um öryggismál, umhverfismál, jarðhita, laga- og regluumhverfi orku- og veitufyrirtækja o.fl.