19. maí 2015 Framtíðaráhrif loftslagsbreytinga, opinn fundur Landsvirkjunar 22. maí Föstudaginn 22. maí býður Landsvirkjun til opins fundar um hnattrænar loftslagsbreytingar og hvernig fyrirtæki geta unnið gegn áhrifum þeirra. Fundurinn fer fram í Hörpu og hefst kl. 8:30. Fundinn ávarpa m.a. Sigrún Magnúsdóttir umhverfis- og auðlindaráðherra, Hörður Arnarson forstjóri Landsvirkjunar, Halldór Björnsson veður- og haffræðingur hjá Veðurstofu Íslands og Halldór Þorgeirsson forstöðumaður stefnumörkunar hjá skrifstofu rammasamnings Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar. Sjá nánar hér á vef Landsvirkjunar.