19. mars 2025 Sólrún nýr formaður Samorku Sólrún Kristjánsdóttir, framkvæmdastýra Veitna, var í dag kjörin stjórnarformaður Samorku, samtaka orku- og veitufyrirtækja, til tveggja ára. Hún tekur við embættinu af Kristínu Lindu Árnadóttur aðstoðarforstjóra Landsvirkjunar sem gegnt hefur stöðunni síðustu tvö ár. Árni Hrannar Haraldsson framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar, Aðalsteinn Þórhallsson framkvæmdastjóri HEF Veitna og Ríkarður Ríkarðsson framkvæmdastjóri Viðskiptaþróunar og nýsköpunar hjá Landsvirkjun koma allir nýir inn í stjórn samtakanna. Í stjórn sitja jafnframt áfram þau Magnús Kristjánsson forstjóri Orkusölunnar, Páll Erland forstjóri HS Veitna og Guðlaug Sigurðardóttir framkvæmdastjóri fjármála og árangurs hjá Landsneti. Hjörvar Halldórsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs Skagafjarðar var kjörinn varamaður í stjórn Samorku í fyrsta sinn. Björk Þórarinsdóttir framkvæmdastjóri fjármála- og upplýsingatæknisviðs HS Orku og Kristín Linda Árnadóttir aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar taka sæti í varastjórn og áfram eru þau Eyþór Björnsson forstjóri Norðurorku og Hrefna Hallgrímsdóttir forstöðumaður vatnsmiðla hjá Veitum varamenn. Stjórn Samorku er þannig skipuð að loknum aðalfundi 2025: Sólrún Kristjánsdóttir Veitur – stjórnarformaður Árni Hrannar Haraldsson ON Magnús Kristjánsson Orkusölunni Páll Erland HS Veitur Aðalsteinn Þórhallsson HEF Veitur Ríkarður Ríkarðsson Landsvirkjun Guðlaug Sigurðardóttir Landsnet Til vara í stjórn: Björk Þórarinsdóttir HS Orka Eyþór Björnsson, Norðurorka Hjörvar Halldórsson, Skagafjarðarveitur Hrefna Hallgrímsdóttir, Veitur Kristín Linda Árnadóttir, Landsvirkjun