Skráning hafin á Samorkuþing

Opnað hefur verið fyrir skráningu á Samorkuþing, sem fram fer í Hofi á Akureyri dagana 22. – 23. maí.

Þingið er það stærsta sem haldið er í orku- og veitugeiranum á Íslandi og gert er ráð fyrir mikilli aðsókn.

Við mælum með að athuga með gistingu sem fyrst, þar sem allt það sem Samorka átti frátekið er nú orðið uppselt.

Vinsamlegast fyllið inn í formið hér fyrir neðan til að skrá ykkur á þingið.

ATHUGIÐ: Skráningarform fyrir sýnendur er hér.