11. febrúar 2025 Arion banki og Alda hlutu viðurkenningu á Menntadegi atvinnulífsins Menntaverðlaun atvinnulífsins voru veitt í dag fyrirtækjum sem skara fram úr í fræðslu- og menntamálum. Arion banki er Menntafyrirtæki ársins og Alda hlýtur Menntasprotann 2025. Halla Tómasdóttir, forseti Íslands og Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins afhentu verðlaunin á Menntadegi atvinnulífsins sem fram fór á Hilton Nordica í dag. Dagurinn er samstarfsverkefni Samtaka atvinnulífsins og aðildarsamtaka þvert á atvinnugreinar og var haldinn í tíunda sinn í ár. Þetta er í tólfta sinn sem dagurinn er haldinn. Yfirskrift menntadagsins í ár var Störf á tímamótum. Allar nánari upplýsingar um daginn má sjá á heimasíðu SA.