Óskað eftir tilnefningum til Menntaverðlauna
Menntaverðlaun atvinnulífsins verða afhent á Hilton Nordica þriðjudaginn 11. febrúar 2025. Óskað er eftir tilnefningum um fyrirtæki sem hafa staðið sig vel á sviði fræðslu- og menntamála. Fyrirtækjum er velkomið að tilnefna sig sjálf.
Athugið að einungis má tilnefna skráð aðildarfélög SA. Tilnefningar berist eigi síðar en þriðjudaginn 28. janúar.
Verðlaun eru sem fyrr veitt í tveimur flokkum. Menntafyrirtæki ársins er valið og menntasproti ársins útnefndur, en fyrirtæki sem tilnefnd eru verða að uppfylla ákveðin viðmið.
Tilnefna: https://form.123formbuilder.com/6570890/menntaverdhlaun-atvinnulifsins-2024
—
Menntadagur atvinnulífsins er svo bókaður 11. feb á Hilton en skráningar á viðburðinn sjálfan hefjast strax á nýju ári.