11. október 2022 Samtöl atvinnulífsins: Sjálfbærni, hringrás og ný verðmæti Umhverfismánuður atvinnulífsins er nú hafinn með Samtölum atvinnulífsins en þriðji þáttur mánaðarins hefst nú kl. 10:00. Þar ræðir Lovísa Árnadóttir, upplýsingafulltrúi Samorku við Sigurð H. Markússon forstöðumann nýsköpunar hjá Landsvirkjun sem fer yfir sjálfbærni, hringrás og ný verðmæti hjá Landsvirkjun. Þátturinn hefst í streymi hér kl. 10:00 og er um 20 mínútur. Í tengslum við Umhverfisdag atvinnulífsins er allur októbermánuður eyrnamerktur umhverfismálum og þá sér í lagi hringrásarhagkerfinu. Hringrásarhagkerfið snýst um hvernig nýta má hráefni á sem skilvirkastan hátt og fyrirbyggja t.a.m. sóun og losun gróðurhúsalofttegunda með breyttum áherslum í vöru- og þjónustuhönnun. Rannsóknir sýna að búast má við að hringrásarhagkerfinu fylgi jákvæð áhrif á efnahagslífið og landsframleiðslu. Einnig má búast við aukinni samkeppnishæfni hagkerfisins.