7. júlí 2009 Nordic Climate Solutions ráðstefna og sölusýning í Kaupmannahöfn 8.-9. september Dagana 8. og 9. september stendur norræna ráðherranefndin fyrir ráðstefnu og sölusýningu þar sem fjallað verður um markaðslausnir vegna hlýnunar loftslags. Fjallað verður um hlut endurnýjanlegrar orku, orkunýtingu, viðskipti með losunarkvóta, leiðir til að minnka losun í samgöngum og margt fleira, auk þess sem fjöldi fyrirtækja kynnir vörur sínar og þjónustu á þessu sviði. Erindi á ráðstefnunni flytja m.a. yfirmaður orkumála í framkvæmdastjórn ESB, framkvæmdastjóri Umhverfisstofnunar Evrópu, forstjórar Vattenfall, DONG og Danfoss, framkvæmdastjóri World Wildlife Fund, loftslags- og orkumálaráðherra Danmerkur og fjöldi annarra. Sjá nánari upplýsingar hér á vefsíðu ráðstefnunnar.