Hreinn ávinningur af umhverfisstjórnun

Umhverfistjórnunarkerfin sem rætt var um voru ISO 14001, Norræni svanurinn, EMAS (Eco-Management and Audit Scheme), Evrópublómið, Green Globe 21, Bláfáninn og Lífræn vottun. Þessir sömu aðilar og stóðu fyrir ráðstefnunni hafa gefið út kynningarrit um umhverfisvottanir, sem dreift var með ráðstefnugögnum. Nokkur íslensk fyrirtæki eru með ISO 14001 og Svaninn, eitt fyrirtæki er með Green Globe 21 sem er fyrir ferðaþjónustufyrirtæki, nokkur eru með Bláfánann sem er fyrir baðstrendur og smábátahafnir og 30-40 eru með lífræna vottun. En ekkert fyrirtæki er með EMAS né Evrópublómið.  Fyrsta fyrirtækið til að fá vottað ISO 14001 var ISAL árið 1997.  Orkuveita Reykjavíkur er í þann mund að fá vottun fyrir ISO 14001 og verður fyrsta orkufyrirtækið til þess hér á landi.

Ávinningur er margvíslegur fyrir utan að vera beint fjárhagslegur.  Það er aukin gæðavitund og ánægðari starfsmenn.  Nokkuð var rætt um að umbun frá stjórnvöldum væri engin við umhverfistjórnun.  Fyrirtæki þyrftu að greiða jafn há eftirlitsgjöld og önnur fyrirtæki sem ekkert gera í umhverfismálum. Og jafn strangar kröfur eru til fyrirtækja um ytra eftirlit í grænu bókhaldi. Nauðsyn er á meira samstarfi opinberra aðila og fyrirtækja til að vinna að umhverfismálum og minnka áhrif atvinnulífs a umhverfið og það er hægt að gera með því að minnka hið opinbera eftirlit með þeim sem standa sig vel.  Umhverfisvitund er að eflast eins og sést á þátttöku í þessari ráðstefnu og þegar Grænfánakynslóðin tekur við breytast viðhorfin fyrir alvöru.

 

Skoðunarkönnun meðal rafvirkja

Könnun á umfangi slysa og óhappa af völdum rafmagns hjá fagmönnum á rafmagnssviði.

Neytendastofa (áður Löggildingarstofa) hefur í samráði við Samorku, SART og Rafiðnaðarsamband Íslands ákveðið að láta rannsóknarfyrirtækið IMG Gallup kanna tíðni rafmagnsslysa og óhappa hjá fagmönnum á rafmagnssviði. Sambærileg könnun er gerð reglulega meðal fagmanna á Norðurlöndunum. Markmiðið er fyrst og fremst að Neytendastofa hafi betri yfirsýn yfir slys eða óhöpp af völdum rafmagns hér á landi enda berast stofnuninni einungis upplýsingar um alvarlegustu rafmagnsslysin.

Fullum trúnaði er heitið enda munu upplýsingar ekki á nokkurn hátt verða tengdar einstökum svarendum.

Neytendastofa mun svo birta niðurstöður könnunarinnar og stuðla þannig að betri fræðslu um eðli og umfang rafmagnsslysa og hvernig megi koma í veg fyrir þau.
Stofnunin vonast til að þeir fagmenn á rafmagnssviði sem lenda í úrtaki Gallups verði jákvæðir gagnvart fyrrgreindri könnun sem er liður í að tryggja enn betur öryggi þeirra sjálfra.

Neytendastofa
rafmagnsöryggissvið

Heimasíða Neytendastofu

Námstefna um viðskipti með græna orku

Námstefna um viðskipti með græna orku.

16. september n.k. á Grand Hótel Reykjavík

Við viljum benda á að hér er einstakt tækifæri á ferðinni til að kynnast og læra um ný sjónarmið og möguleika íslenskra orkufyrirtækja til að meta verðmæti á orkuframleiðslu með endurnýjanlegum orkugjöfum.

Vinsamlegast látið vita um þátttöku til Samorku sími 588 4430 eða með tölvubréfi: odda@samorka.is 

Dagskrá námsstefnunnar: Smellið hér

Upplýsingar um fyrirlesara: Smellið hér

Erindi Mörthu Eiríksdóttur; Erindi Stefan Zisler; Erindi Lauritzen

Veggspjald – RÉTT VIÐBRÖGÐ BJARGA MANNSLÍFUM

Með því að smella hér fyrir neðan má sjá sýnishorn af fyrstuhjálparveggspjaldi vegna viðbragða við rafmagnsslysum. Spjaldið verður til afhendingar á næstu dögum í stærðinni A-2, plasthúðað: Smellið hér

Ef óskir berast um aðrar stærðir á spjaldinu, þá er hægt að verða við þeim óskum.

Frekari upplýsingar eru veittar á skrifstofu Samorku.

Vorfundur Samorku 2005 á Akureyri

Vorfundur Samorku 2005 í Íþróttahöllinni á Akureyri

Dagskrá fundarins, með hlekkjum á erindi: Smellið hér

Þátttakendur í vöru-og þjónustusýningu: Smellið hér 

Setningarræða Friðriks Sophussonar formanns stjórnar Samorku: Smellið hér     

Ávarp iðnaðarráðherra: Smellið hér