28. október 2002 Bilanaskráning hitaveitna – gagnlegur fundur Helstu breytingar sem óskað var eftir eru eftirfarandi: 1) Setja inn leiðbeiningar undir takkann hjálp 2) Afrita grunnupplýsingar inn í nýtt ár og síðan er hægt að breyta þeim 3) Setja inn möguleika á að prenta út einstakar bilanir og summu bilana í exelskjal til að hver hitaveita geti unnið með sínar bilanir 4) Setja inn kassa fyrir verknúmer 5) Gefa möguleika á að geyma hálfkláraða bilun t.d. til að setja inn raunkostnað bilunar þegar hann er ljós. Samkvæmt lauslegri samantekt á bilunum árið 2001 fyrir fimm hitaveitur, með alls 289 bilanir, eru orsök bilana nokkuð breytt frá samantekt fyrir árin 1993-95. Lagningagalli sem skráð orsök hefur minnkað umtalsvert en ytri áverkar af völdum jarðvinnuvéla hafa aukist nokkuð. Fljótlega verður farið í að gera þessar breytingar á forritinu og þá mun forritið þjóna vel tilgangi sínum. Veitur geta haldið utan um sínar bilanir og hægt verður að finna veika hlekki í kerfinu og hver árangur er af endurbótum.