30. ágúst 2010 Segulsvið á Íslandi svipað og í Svíþjóð Geislavarnir ríkisins og Brunamálastofnun hafa gert rannsókn á segulsviði í rúmlega 130 íbúðum. Niðurstöður benda til að segulsviðið í íbúðum á Íslandi sé svipað og í Svíþjóð og frágangur raflagna á Íslandi og í Svíþjóð er sambærilegur. Niðurstöðurnar gefa ekki tilefni til umfangsmeiri rannsókna á segulsviði í íbúðarhúsnæði á Íslandi, að mati stofnanna. Sjá nánar á vefsíðu Brunamálastofnunar.