Aðal- og ársfundur 2019

Aðal- og ársfundur Samorku var haldinn á Grand hótel þann 6. mars 2019.

Á aðalfundi kl. 13 var kjörið í stjórn samtakanna. Helgi Jóhannesson, forstjóri Norðurorku, var endurkjörinn formaður Samorku og Ásgeir Margeirsson, forstjóri HS Orku, var einnig endurkjörinn í stjórn samtakanna til tveggja ára.

Berglind Rán Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar, var kosin í stjórn Samorku í fyrsta sinn. Berglind var kjörin til tveggja ára.

Í stjórn sitja jafnframt áfram þau Guðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets, Inga Dóra Hrólfsdóttir, framkvæmdastjóri Veitna, Jóhanna B. Hansen, bæjarverkfræðingur Mosfellsbæjar og Ragna Árnadóttir aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar.

Harpa Þuríður Böðvarsdóttir, Veitum og Indriði Þór Einarsson, Skagafjarðarveitum eru nýir varamenn í stjórn Samorku. Áfram sitja sem varamenn þau Elías Jónatansson, Orkubúi Vestfjarða, Guðbjörg Marteinsdóttir, RARIK og Hörður Arnarson, Landsvirkjun.

Konur skipa áfram meirihluta aðalmanna stjórnar Samorku. Að varamönnum meðtöldum er jafnt hlutfall kynja.

Stjórn Samorku, að loknum aðalfundi 2019, skipa:

Aðalmenn:
Ásgeir Margeirsson, HS Orku
Berglind Rán Ólafsdóttir, Orku náttúrunnar
Guðmundur Ingi Ásmundsson, Landsneti
Helgi Jóhannesson, Norðurorku, formaður stjórnar
Inga Dóra Hrólfsdóttir, Veitum
Jóhanna B. Hansen, Mosfellsbæ
Ragna Árnadóttir, Landsvirkjun

Varamenn:
Elías Jónatansson, Orkubúi Vestfjarða
Guðbjörg Marteinsdóttir, RARIK
Harpa Þuríður Böðvarsdóttir, Veitum
Hörður Arnarson, Landsvirkjun,
Indriði Þór Einarsson, Skagafjarðarveitum

Ársskýrslu Samorku fyrir árið 2018 var dreift á fundinum, en einnig má nálgast hana á pdf hér.

Ályktun aðalfundar Samorku fjallaði um orkustefnu, þriðja orkupakkann og fráveitumál. Hér má nálgast ályktunina á pdf formi:

Kl. 15 hófst opinn ársfundur í Háteig á Grand hótel. Yfirskrift hans var Orkustefna í mótun: Hverjar verða áherslur Íslands til framtíðar.

Dagskrá fundarins (glærur fáanlegar með því að smella á erindin):

Ávarp – Helgi Jóhannesson, formaður Samorku
Ávarp – Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra
Mótun orkustefnu Íslands – Guðrún Sævarsdóttir, formaður starfshóps stjórnvalda um gerð orkustefnu
Mikilvægi orkustefnu – Páll Erland, framkvæmdastjóri Samorku
Creating Energy Policy: Experience from Norway – Toril Johanne Svaan, deildarstjóri í orkumálaráðuneyti Noregs

Fundarstjóri var Guðrún Erla Jónsdóttir, stefnustjóri Orkuveitu Reykjavíkur

Hægt er að sjá ljósmyndir og upptökur af fundinum hér.