Samorkuþing 2025 Samorkuþing verður haldið í Hofi á Akureyri dagana 22. – 23. maí 2025. Samorkuþing er stærsta fagráðstefna landsins í orku- og veitutengdri starfsemi og er haldið á þriggja ára fresti á Akureyri. Vegleg vöru- og þjónustusýning er hluti af þinginu og mun sala bása fara af stað í haust. Hátíðarkvöldverður og skemmtun fer fram í Íþróttahúsinu. Um 500 manns tóku þátt í síðasta þingi árið 2022 og gert er ráð fyrir álíka aðsókn. Icelandair er með hefðbundið áætlunarflug á milli Reykjavíkur og Akureyrar en hefur bætt við aukavélum frá Reykjavík að morgni 22. maí og tilbaka frá Akureyri síðdegis 23. maí. Við hvetjum ykkur til að huga að flugbókun sem fyrst þar sem hótel eru mörg hver þegar uppbókuð á miðvikudagskvöldi. Rútuferðir verða frá flugvelli til Hofs og svo tilbaka síðdegis á föstudegi á flugvöllinn frá Hofi í fyrrnefnd flug. Samorka sér ekki um ferðir til og frá flugvelli sem koma/fara á öðrum tímum. Samorka hefur þegar tekið frá um 280 hótelherbergi á Akureyri frá fimmtudegi til föstudags og mun leitast við að taka fleiri frá. Hér eru frekari upplýsingar um hvernig best er að bóka og verða þessar upplýsingar uppfærðar eftir því sem við á: FULLBÓKAÐ Berjaya hótel (áður Icelandair hótel): Senda tölvupóst á sales@icehotels.is og vísa í bókunarnúmer 2228195. Samorka á allt hótelið frátekið eða 99 herbergi. Best er að fá upplýsingar um verð hjá hótelinu sjálfu. FULLBÓKAÐ Hótel KEA: Senda tölvupóst á sales@keahotels.is og vísa í bókunarnúmer 56001202. Samorkþingsgestir eiga 80 herbergi af mismunandi stærðum. Single standard: 25.000 með morgunmatStandard: 35.000 með morgunmatStandard Twin: 35.000 með morgunmatPlus: 35.000 með morgunmatSuperior: 42.000 með morgunmatTriple: 45.000 með morgunmatDeluxe: 45.000 með morgunmat Hótel Akureyri: Senda tölvupóst á hotelakureyri@hotelakureyri.is og taka fram að bókunin sé vegna Samorkuþings 2025. Samorka á frátekin 25 herbergi á Skjaldborg í innbænum og í Dynheimum og möguleiki er á að bóka fleiri herbergi. Hótel Akureyri er að byggja við og nýi hlutinn verður tekinn í notkun í maí 2025. Áhugasamir geta haft samband og tekið frá herbergi þar gegn því að greiða 20% staðfestingargjald. Fullbókað er í gamla hlutann, endilega hafið samband við hótelið til að athuga með nýju viðbygginguna. Skjaldborg: – Standard double 19.000 með morgunmat– Ocean view double 22.000 með morgunmat– Superior ocean view double 26.000 með morgumat Dynheimar: – Single: 17.000 með morgunmat– Double: 22.000 með morgunmat Hótel Kjarnalundur: Senda tölvupóst á info@kjarnalundur.is og tilgreina „Samorkuþing 2025 blokkbókun“ í bókun. Samorka á frátekin 28 tveggja manna herbergi og 10 einstaklingsherbergi, öll með morgunmat inniföldum. Einstaklingsherbergi: 24.500 með morgunmatTveggja manna herbergi: 32.000 með morgunmat FULLBÓKAÐ Hótel Norðurland: Senda tölvupóst á booking@hotel-nordurland.is og taka fram að bókunin sé vegna Samorku/Samorkuþings. Samorka á frátekin 15 tveggja manna herbergi og fimm einstaklings, en á biðlista eftir fleiri lausum herbergjum svo það gæti bæst við. Sæluhús: Hafa samband á saeluhus@saeluhus.is og vísa í bókunarnúmer 50471897. Samorka á frátekin 10 hús með heitum potti, 10 íbúðir án heita potts og þrjú einbýlishús sem taka allt að sjö manns. Íbúðirnar kosta 25.900 á nótt. Hafdals hótel: Er staðsett í Eyjafjarðarsveit aðeins í 7 mín. akstursfjarlægð frá miðbæ Akureyrar. Á hótelinu eru átta rúmgóð herbergi með verönd/svölum þar sem hægt er að njóta útsýnis yfir fjöllin, hafið og Akureyri. Morgunverðarhlaðborð er á hverjum degi. Best og ódýrast er að bóka beint í gegnum heimasíðuna, hafdals.is. Viking cottages: Fyrir þau sem ætla að dvelja lengur en eina nótt, er Viking cottages góður kostur. Um er að ræða lítil og notaleg hús í Vaðlaheiði beint á móti Akureyri með glæsilegu útsýni yfir bæinn og Eyjafjörð. Aðeins eru um 7 mínútur að keyra í miðbæ Akureyrar. Best og ódýrast er að bóka beint af heimasíðunni, vikingcottages.is og athugið að lágmarksdvöl eru tvær nætur.