Desemberfundur 2024

Desemberfundur Samorku verður haldinn miðvikudaginn 4. desember kl. 15.30 – 17.30 á The Reykjavík EDITION, Austurbakka 2.

Fundurinn er eins konar uppskeruhátíð innra starfsins hjá Samorku og er hann ætlaður starfsfólki aðildarfyrirtækja.

Drög að dagskrá:

Ávarp stjórnarformanns Samorku
Framkvæmdastjóri Samorku fer yfir sviðið og verkefni ársins á borði Samorku
Valin ráð og hópar kynna afrakstur starfsins á árinu
Lögfræðingur Samorku fer yfir REMIT
„Hvað kom upp úr kössunum?“ – Skemmtilegir spekingar rýna í niðurstöður kosninga

Að loknum fundi verður glæsilegt jólahlaðborð að hætti hússins ásamt fordrykk. Sjá má það sem boðið verður upp á á hlaðborðinu hér neðar á síðunni.

The Reykjavík EDITION er fimm stjörnu hótel í miðborginni. Hótelið er allt hið glæsilegasta og er Desemberfundurinn kjörið tækifæri til að koma og upplifa það sem það hefur upp á að bjóða. Þess má geta að lesendur Condé Nast Traveler völdu nýverið hótelið það þriðja besta í Evrópu.

Skráðu þig á hátíðlega og skemmtilega Samorkustemningu eftir kosningasprettinn!

    Ég mæti á Desemberfund Samorku (verð 3.900)
    Ég mæti á jólahlaðborð EDITION (verð 18.900)
    Ég tek með gest/maka á jólahlaðborðið (verð 18.900)

    HÁTÍÐARHLAÐBORÐ THE REYKJAVIK EDITION

    Kaldir forréttir:

    • Úrval af síld með rúgbrauði
    • Reyktur og grafinn lax með graflaxsósu
    • Hangikjöt með kartöflum og uppstúf
    • Hreindýrapaté með sultu og ristuðu brauði
    • Laufabrauð og úrva af nýbökuðu brauði

    Súpur og salöt:

    • Hjartasalat með hindberjum og kampavínsdressingu
    • Sérvaldir íslenskir ostar og kruðerí
    • Kremuð sveppasúpa
    • Waldorfsalat

    Kokkaborð:

    • Lambalæri með trufflu kartöflumús og rauðvínssósu
    • Purusteik með brúnni sósu

    Aðalréttir:

    • Grillaður þorskur með dill- og sítrónusmjörsósu
    • Confit andaleggur með hoisin gljáa
    • Gljáður hamborgarhryggur
    • Grænkeraréttir í boði

    Meðlæti:

    • Brúnaðar kartöflur
    • Gulrætur og grænar baunir
    • Púrtvínsbrasserað rauðkál

    Sætir bitar:

    • Dökk súkkulaðimús með karamellu crémeux og súkkulaðiperlum
    • Ostakaka með jarðarberjum, tímían og basilíku
    • Ris á l’amande með heitri kirsuberjasósu
    • Heimagerðar sörur

    Fordrykkur: Glas af Prosecco eða freyðite

    Einnig innifalið: EDITION x Kaffitár kaffi og te, vatn og sódavatn