Desemberfundur 2024 Desemberfundur Samorku verður haldinn miðvikudaginn 4. desember kl. 15.30 – 17.30 á The Reykjavík EDITION, Austurbakka 2. Fundurinn er eins konar uppskeruhátíð innra starfsins hjá Samorku og er hann ætlaður starfsfólki aðildarfyrirtækja. Drög að dagskrá: Ávarp stjórnarformanns Samorku – Kristín Linda ÁrnadóttirVerkefni ársins á borði Samorku og framundan – Finnur Beck framkvæmdastjóriValin ráð og hópar kynna afrakstur starfsins á árinu á myndbandsformi Öryggisráð Vindorkuhópur Vatnsveitufagráð Hópur um aðgerðaáætlun í loftslagsmálum TTR Netmálar REMIT: Hvað þýðir þetta fyrir okkur? – Katrín Helga Hallgrímsdóttir, lögfræðingur SamorkuHvað kom upp úr kössunum? – Björn Ingi Hrafnsson á Viljanum og Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir þingmaður rýna í niðurstöður kosninga Að loknum fundi verður glæsilegt jólahlaðborð að hætti hússins ásamt fordrykk. Sjá má það sem boðið verður upp á á hlaðborðinu hér neðar á síðunni. Vinsamlegast sendið línu á lovisa@samorka.is ef þið eruð með ofnæmi eða aðrar sérstakar þarfir hvað varðar matinn. The Reykjavík EDITION er fimm stjörnu hótel í miðborginni. Hótelið er allt hið glæsilegasta og er Desemberfundurinn kjörið tækifæri til að koma og upplifa það sem það hefur upp á að bjóða. Þess má geta að lesendur Condé Nast Traveler völdu nýverið hótelið það þriðja besta í Evrópu. Skráðu þig á hátíðlega og skemmtilega Samorkustemningu eftir kosningasprettinn! Nafn Netfang Fyrirtæki Ég mæti á Desemberfund Samorku (verð 3.900) Ég mæti á jólahlaðborð EDITION (verð 18.900) Ég tek með gest/maka á jólahlaðborðið (verð 18.900) Δ HÁTÍÐARHLAÐBORÐ THE REYKJAVIK EDITION Kaldir forréttir: Úrval af síld með rúgbrauði Reyktur og grafinn lax með graflaxsósu Hangikjöt með kartöflum og uppstúf Hreindýrapaté með sultu og ristuðu brauði Laufabrauð og úrva af nýbökuðu brauði Súpur og salöt: Hjartasalat með hindberjum og kampavínsdressingu Sérvaldir íslenskir ostar og kruðerí Kremuð sveppasúpa Waldorfsalat Kokkaborð: Lambalæri með trufflu kartöflumús og rauðvínssósu Purusteik með brúnni sósu Aðalréttir: Grillaður þorskur með dill- og sítrónusmjörsósu Confit andaleggur með hoisin gljáa Gljáður hamborgarhryggur Grænkeraréttir í boði Meðlæti: Brúnaðar kartöflur Gulrætur og grænar baunir Púrtvínsbrasserað rauðkál Sætir bitar: Dökk súkkulaðimús með karamellu crémeux og súkkulaðiperlum Ostakaka með jarðarberjum, tímían og basilíku Ris á l’amande með heitri kirsuberjasósu Heimagerðar sörur Fordrykkur: Glas af Prosecco eða freyðite Einnig innifalið: EDITION x Kaffitár kaffi og te, vatn og sódavatn