Ársfundur 2025: 30 ára afmælisráðstefna

19. mars kl. 13.30 – 16.30

Silfurbergi, Hörpu

Við stöndum á tímamótum varðandi endurnýjun og frekari uppbyggingu orku- og veituinnviða. Nauðsynlegt er að framkvæma fyrir framtíðina.

Á ársfundi Samorku, samtaka orku- og veitufyrirtækja, ræðum við mikilvægi framkvæmda fyrir komandi kynslóðir, áskoranir í fjármögnun og skipulagi og hvernig þær eru samofnar efnahagslegum hagsmunum þjóðarinnar, loftslagsmarkmiðum og lífsgæðum almennings. Þá verða kynntar nýjar tölur um fyrirhugaðar fjárfestingar í orku- og veituinnviðum næstu fimm árin.

Verið velkomin á 30 ára afmælisfund Samorku, samtaka sem leika lykilhlutverk í mótun framtíðarsýnar fyrir orku- og veitustarfsemi í landinu.

Fram koma:
Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra
Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis- orku- og loftslagsráðherra
Finnur Beck, framkvæmdastjóri Samorku
Nýkjörinn stjórnarformaður Samorku

Fundarstjóri: Lovísa Árnadóttir, upplýsingafulltrúi Samorku

Auk þess koma fram:

Árni Hrannar Haraldsson, framkvæmdastjóri ON
Baldur Hauksson, deildarstjóri tækniþróunar hjá ON
Elías Jónatansson, forstjóri Orkubús Vestfjarða
Eyþór Björnsson, forstjóri Norðurorku
Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar,
Kristín Soffía Jónsdóttir, framkvæmdastjóri þróunar og framtíðar hjá RARIK
Magnús Kristjánsson, forstjóri Orkusölunnar
Páll Erland, forstjóri HS Veitna
Sólrún Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri Veitna
Svandís Hlín Karlsdóttir, framkvæmdastjóri Viðskipta- og kerfisþróunar hjá Landsneti
Tómas Már Sigurðsson, forstjóri HS Orku

Fundurinn hefst kl. 13.30 og stendur til 16.30. Gert verður kaffihlé um miðbik fundarins. Að fundi loknum verður svo boðið upp á léttar veitingar og Los Bomboneros leika fyrir okkur suðræna tóna.

Fundurinn er opinn öllum og þátttaka er ókeypis. Skráningar er óskað svo hægt sé að áætla veitingar.

    Ég vil gerast áskrifandi að fréttabréfi Samorku á netfangið mitt