Ársfundur 2025: 30 ára afmælisráðstefna

Samorka býður til ársfundar miðvikudaginn 19. mars 2025 í Silfurbergi, Hörpu. Fundurinn verður einkar veglegur í tilefni af 30 ára afmæli samtakanna.

Dagskrá verður kynnt innan skamms.

Fundurinn hefst kl. 13.30 og stendur til 16.30. Gert verður kaffihlé um miðbik fundarins. Að fundi loknum verður svo boðið upp á léttar veitingar og Los Bomboneros leika fyrir okkur suðræna tóna.

Fundurinn er opinn öllum og þátttaka er ókeypis. Vinsamlegast skráðu þig svo hægt sé að áætla veitingar.

    Ég vil gerast áskrifandi að fréttabréfi Samorku á netfangið mitt