Miðvikudaginn 19. mars 2025 verður 30. aðalfundur Samorku haldinn í Silfurbergi, Hörpu.
9:00 Skráning
9:30 Aðalfundarstörf
Setning: Kristín Linda Árnadóttir, formaður stjórnar Samorku
Dagskrá aðalfundar:
1. Kjör fundarstjóra og fundarritara
2. Skýrsla stjórnar
3. Ársreikningur ásamt skýrslu endurskoðanda
4. Fjárhagsáætlun
5. Tillögur um lagabreytingar
6. Tillögur kjörnefndar
7. Kjör stjórnar og endurskoðanda
8. Kjör í kjörnefnd
9. Önnur mál
– Ályktun aðalfundar
Vinsamlegast tilkynnið þátttöku á aðalfundinum eigi síðar en mánudaginn 17. mars nk.
Í tilefni af 30 ára afmæli Samorku í ár verður hægt að taka þátt í glæsilegum hádegisverði á La Primavera á 4. hæð Hörpu fyrir 9.900 kr. Boðið verður upp á forrétt, aðalrétt og blandaða sæta bita ásamt kaffi/te.
Skráning á fundinn og í hádegisverðinn fer fram hér:
Vinsamlegast hafðu samband við lovisa@samorka.is ef þú ert með ofnæmi eða annað sem kallar á sérþarfir í mat.
Síðar um daginn hefst svo opinn ársfundur Samorku. Skráning á hann fer fram hér: https://samorka.is/utgafa-og-midlun/vidburdir/arsfundur-2025-30-ara-afmaelisradstefna/