Skýrslur Grænt Ísland til framtíðar – orkuskiptin og áherslur Samorku nóvember 2024 Grænt Ísland til framtíðar nóvember 2024 Fasteignaskattar af vindorkugörðum: Samantekt Deloitte fyrir Samorku Áætlað fasteignamat og fasteignagjöld vindorkugarða – samantekt Deloitte Þjóðhagslegt mikilvægi orku- og veitugeirans – Samantekt Intellicon fyrir Samorku Skattaleg áhrif orku- og veitugeirans eru rúmlega 55 milljarðar á ári hverju, eða um þrjú prósent af heildartekjum ríkissjóðs á árinu 2022. Framleiðsluverðmæti á starfsfólk er það hæsta hér á landi. Intellicon tók saman lykiltölur fyrir ársfund Samorku 2024. LEIÐRÉTTING ágúst 2025: Við uppfærslu skýrsluhöfunda, Intellecon, á gögnum árið 2025 kom í ljós villa í útreikningum sem leiddi í ljós að niðurstöður um heildar skattaleg áhrif orku- og veitugeirans voru ofmetnar. Í skýrslunni voru þau metin á 96,4 milljarða króna árið 2022 en hið rétta er að skattaleg áhrif voru um 55,5 milljarðar króna árið 2022. Skýrslan hefur verið yfirfarin með hliðsjón af þessum mistökum sem höfðu eingöngu áhrif á heildarfjárhæð skattaáhrifa geirans. Aðrar niðurstöður skýrslunnar hafa verið staðfestar. Fyrir nánari upplýsingar bendir Samorka á skýrsluhöfunda. Beðist er velvirðingar á þeim misskilningi sem upphafleg útgáfa skýrslunnar kann að hafa valdið. Skýrslan hefur verið leiðrétt í samræmi við ofangreint. Skýrsla Intellecon Orkuskipti á hafi: Skýrsla DNV fyrir Samorku, Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið, Samtök fyrirtækja úr sjávarútvegi og Faxaflóahafnir Decarbonization Icelandic Maritime Sector Niðurstöður úr hleðslurannsókn Samorku sem unnin var með GeoTab/FleetCarma. Þeir sem þess óska geta fengið aðgang að bakgrunnsgögnum. Til þess þarf að hafa samband við Samorku, samorka@samorka.is, og undirrita skilmála fyrir notkun. Samorka Annual Report 2020 – V4 Ársskýrsla fyrir árið 2019 á pdf Samorka-Arsskyrsla-2020 Þjóðhagsleg áhrif rafbílavæðingar Rafbílavæðing hefur jákvæð áhrif í heild þegar til lengri tíma er litið, þegar litið er til helstu þjóðhagslegra stærða og fjárhagslegra hagsmuna neytenda. Auk þess skilar hún umtalsverðum samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda. Þetta eru helstu niðurstöður greiningar sem unnin var af HR og HÍ árið 2018 fyrir Samorku, Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið, Grænu orkuna, Íslenska Nýorku og Orkusetur. Hér má sjá skýrsluna í heild sinni: Þjóðhagsleg áhrif rafbílavæðingar (pdf) Mikilvægi veitu- og orkugeirans fyrir lífsgæði Íslendinga Efnahagssvið SA tók saman mikilvægi veitu- og orkugeirans fyrir lífsgæði Íslendinga og kynnti á opnum ársfundi Samorku 2017. Erindi Ásdísar Kristjánsdóttur, forstöðumanns efnahagssviðs SA, má sjá á síðu ársfundarins. Skýrsla SA um mikilvægi veitu- og orkugeirans fyrir lífsgæði Íslendinga (pdf) LCOE skýrsla (PDF 2 MB) Virkjunarkostir landsmanna eru fjölmargir með mismunandi stofnkostnað, rekstrarkostnað, orkuvinnslugetu, nýtingu og fleira. Vatnsaflsvirkjanir hafa almennt verið ódýrari í stofnkostnaði á hvert uppsett megavatt (MW) en á móti hafa jarðhitavirkjanir skilað hærri nýtingu. Flókið getur verið að leggja mat á hagkvæmni þegar um ólíka kosti er að ræða. Samorka leggur hér fram aðferðarfræði og útreikning á mismunandi hagkvæmni virkjunarkosta sem til umfjöllunar eru í 3. áfanga rammaáætlunar. Aðferðarfræðin kallast LCOE, eða Levelized Cost of Energy. Hún er vel þekkt á alþjóðavettvangi í skýrslum um orkumál þó að ekki hafi hún verið notuð hingað til hér á landi. Með LCOE er hægt að nota „sömu mælistiku“ í samanburði ólíkra virkjunarkosta. Skýrsluna vann Kristján B. Ólafsson, rekstrarhagfræðingur. LCOE skýrsla (PDF 2 MB) Jarðhiti – mikilvæg auðlind(PDF, 596 KB) Um hitaveitur á Íslandi(PDF, 15 MB)