Aðalfundur 2023 Aðalfundur Samorku 2023 var haldinn þann 15. mars á Grand hótel Reykjavík. Kristín Linda Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar, var kjörin stjórnarformaður Samorku til næstu tveggja ára. Þrjú ný taka sæti í stjórn Samorku; Björk Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri fjármála, hjá HS Orku, Páll Erland, forstjóri HS Veitna, og Magnús Kristjánsson, framkvæmdastjóri Orkusölunnar. Í stjórn Samorku sitja jafnframt áfram þau Hrefna Hallgrímsdóttir, forstöðumaður hitaveitu hjá Veitum, Sigurður Þór Haraldsson, veitustjóri Selfossveitna, og Steinn Leó Sigurðsson, sviðstjóri Veitu- og framkvæmdasviðs hjá Skagafjarðarveitum. Þá voru þau Eyþór Björnsson, forstjóri Norðurorku, og Harpa Pétursdóttir, stjórnandi málefna haghafa og stjórnsýslu hjá Orku náttúrunnar, kjörin varamenn í fyrsta sinn. Fyrir eru Aðalsteinn Þórhallsson, Jón Trausti Kárason, forstöðumaður vatns- og fráveitu hjá Veitum og Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, varamenn í stjórn. Stjórn Samorku er því þannig skipuð að loknum aðalfundi 2023: Aðalmenn: Kristín Linda Árnadóttir, formaður stjórnar Björk Þórarinsdóttir, HS Orku Páll Erland, HS Veitum Magnús Kristjánsson, Orkusölunni Steinn Leó Sveinsson, Skagafjarðarveitum Sigurður Þór Haraldsson, Selfossveitum Hrefna Hallgrímsdóttir, Veitum Varamenn: Aðalsteinn Þórhallsson, HEF Eyþór Björnsson, Norðurorka Harpa Pétursdóttir, Orka náttúrunnar Jón Trausti Kárason, Veitum Hörður Arnarson, Landsvirkjun Í ályktun aðalfundarins er meðal annars kallað eftir endurskoðun á umgjörð rammaáætlunar og að tryggt sé að laga- og regluumgjörð við stjórnsýslu orku- og veitutengdrda verkefna skili virkum árangri, taki hóflegan tíma og sé ekki of kostnaðarsöm. Ályktun aðalfundar 2023 Ársskýrsla Samorku 2022 er rafræn og má finna á https://arsskyrsla2022.samorka.is/