Þessi fyrirtæki eru tilnefnd til Nýsköpunarverðlauna Samorku

Nýsköpunarverðlaun Samorku verða afhent í fyrsta sinn á ársfundi samtakanna föstudaginn 26. mars.

Nýsköpun í orku- og veitugeiranum er í forgrunni ársfundarins að þessu sinni og ber hann yfirskriftina Sprotar vaxa í frjóum jarðvegi.

Óskað var fyrirtækjum sem byggja á:

  • Tæknilausnum fyrir orku- og veitugeirann eða þjónustu við orku- og veitufyrirtæki
  • Nýtingu orku, heits vatns, neysluvatns eða fráveitu og/eða annarra auðlindastrauma til nýsköpunar

Dómnefnd fagfólks úr orku- og veitugeiranum hefur valið úr þeim tilnefningum sem bárust og alls eru sex fyrirtæki tilnefnd til Nýsköpunarverðlauna Samorku 2021. Þetta eru í stafrófsröð: Atmonia, GeoSilica, Icelandic Glacial, Laki Power, Pure North Recycling og Sidewind.

Hér má sjá umfjöllun um hvert fyrirtæki fyrir sig.