Skilmálar – Hleðslurannsókn Notendakönnun á hleðslu rafbíla Upplýst samþykki Undirritaður staðfestir með undirritun sinni á eyðublað þetta (e.a.v. rafrænt) samþykki sitt fyrir því að taka þátt í notendakönnun á hleðslu rafbíla. Jafnframt staðfesti ég að ég hef kynnt mér þær upplýsingar sem eru á vefsíðu verkefnisins. Þá sérstaklega síðunum: Um rannsóknina, Fyrir þátttakendur og Gagnasöfnun og persónuvernd. Þar er lýst hvernig rannsóknin fer fram, forsendur og markmið hennar, fjallað um persónuvernd og gagnasöfnun, um niðurstöður könnunarinnar og kynningar á þeim. Þá staðfesti ég að ég hef sérstaklega kynnt mér upplýsingar um persónuvernd þar sem sérstaklega er farið yfir með hvaða hætti rannsóknargögnum er safnað og þau gerð ópersónugreinanleg eftir að gagnaöflun líkur og persónugreinanlegum gögnum síðan eytt. Mér er ljóst að öflun gagna mun standa yfir í tólf mánuði og að yfir þann tíma er mælikubbur tengdur bíl mínum. Jafnframt er mér ljóst að ég get hvenær sem er hætt þátttöku minni með einfaldri tilkynningu til ábyrgðarmanns rannsóknar þar að lútandi. Gagnasöfnun og 12 mánaða rannsóknartímabilið hefst um leið og mælikubbur hefur verið settur upp í bíl. Ég geri mér grein fyrir að mælibúnaður rannsóknar er eign Samorku og að mér ber að skila honum í lok rannsóknar. Mér er kunnugt um að ég get hvenær sem er óskað upplýsinga um framgang rannsóknarinnar og óskað afrita af þeim gögnum sem til verða í könnuninni og varða minn rafbíl í síðasta lagi 2 mánuðum eftir að rannsókn lýkur þegar persónugreinanlegum gögnum er eytt. Komi til þess að ég selji rafbílinn skuldbind ég mig til þess að upplýsa um það til Samorku sem þá tekur ákvörðun um hvort búnaði er skilað eða hvort leitað er til nýs eiganda um að taka þátt í könnunni þar til gagnaöflunartímabili er lokið. Ég staðfesti að ég hef lesið og skil efnislegt innihald þessa upplýsta samþykkis og þess efnis sem það vísar til.