Hvernig er rafmagnsreikningurinn samsettur?

Í raforkulögum frá árinu 2003 er kveðið á um aðskilnað orkufyrirtækjanna, annarsvegar milli fyrirtækja í framleiðslu og sölu og hinsvegar fyrirtækja í flutningi og dreifingu á raforkunni.

Flutningur og dreifing er veiturekstur með einkarétt til rekstrar á starfssvæði sínu, en framleiðsla og sala er samkeppnisrekstur og lýtur reglum samkeppnislaga. Til að tryggja að einkaréttarhlutinn greiði ekki niður kostnað við samkeppnishlutann, þá ber að skilja algjörlega (stjórnunarlega, rekstrarlega og fjárhagslega) á milli þessara þátta og hluti þessa aðskilnaðar er að útgáfa reikninga sé aðskilin, nokkuð sem leiðir til þess að raforkukaupandinn fær senda tvo rafmagnsreikninga.